16.11.2007 | 09:38
Malbik í Mörkina,,,,, Er Þetta virkilega uppá pallborðinu?
Þetta er auðvitað Frábært.
Ég sé lika fyrir mér að Leggja lest eða sporvagn inn í Bása,, jafnvel að setja upp járnbrautarstöð svo allskonar hyski geti nú hreiðrað um sig þarna inn frá. Svo gæti Guðmundur í byrginu opnað nýtt útibú þarna við Krossánna, og ekki má gleyma Bónus,, en ég sé fyrir mér nýlenduvöruverslun á vegum Bónus. Svo gæti Björgólfur keypt Goðaland og byggt sér sumarvillu, Landvirkjun gæti nú reynt að virkja eitthvað þarna og svo er alveg pláss fyrir eins og eitt Álver, helst í eigu Bandarískra auðmanna.
Það er alveg á hreinu að þeir sem leggja fram svona tillögu, eru ekki starfi sínu vaxnir.
Ekki lögð malbikuð hraðbraut í Þórsmörk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta var nú bara ræðukeppni þar sem samið er um eitthvða umræðuefni sem gæti haft töluvert skemmtanagildi. JCI er auk þess þekkt félag hér á landi fyrir að standa fyrir álíka viðburðum. Þeir dæma til dæmis alltaf árangur alþingismanna í eldhúsumræðunum.
Þarf ekkert að óttast að það sé verið að fara að malbika þangað uppeftir :)
Þorsteinn (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 10:10
Umræðuefnið í umræddri ræðukeppni (vá, tungubrjótur) var ekki valið af algeru handahófi. Það að leggja bundið slitlag og brúa fallvötn á leiðinni inn í Þórsmörk er ekki ný hugmynd.
Sem betur fer eru, enn sem komið, flestir á móti að þetta verði gert, af augljósum ástæðum (finnst mér).
Held að menn ættu að einbeita sér að bættum Hringveg 1 og útrýma einbreiðum brúm. Mér finnst það miklu brýnna forgangsverkefni.
Ívar Jón Arnarson, 16.11.2007 kl. 10:34
Takk fyrir þessa ábendingu Þorsteinn
ég Veit þó að það hefur löngum staðið til að leggja fólks-bíla færan veg þarna inn eftir.
við þetta má bæta að ég þekki þetta svæði mjög vel og veit að erfitt verður að kljást við nátturu öflin.
En maður tekur þessu ekki þegjandi, hvort sem áætlanir eru um þetta núna eða ekki......
Ólafur Þór Ólason, 16.11.2007 kl. 12:49
Ég var einn af þátttakendum í ræðukeppninni og finnst alveg ótrúlega fyndið að fylgjast með bloggheiminum fara á hliðina yfir þessu.
ITC skoraði á fulltrúa sveitarstjórna í ræðukeppni og þær völdu ræðuefnið. Okkar verk var að mæla með tillögunni og færa fyrir henni rök. Hlutverk ITC var að tala gegn tillögunni og færa rök fyrir því. Þær sigruðu svo ræðukeppnina.
Þetta gekk ekki út á annað og það eru engar fyrirætlanir af hálfu sveitarstjórnarmanna hér í Rangárþingi að berjast af alvöru fyrir malbiki í Þórsmörk. Við vorum einungis að taka áskorun um að gera 1 kvöld skemmtilegt hér í sveitinni og það var það svo sannarlega. Mættu um 30 manns að fylgjast með og ég hef ekki skemmt mér svona vel lengi :)
Ég vona að bloggarar þessa lands finni nú eitthvað meira svona "alvöru" til að blogga um eða í það minnsta að þeir fari nú ekki á hliðina þó sveitarstjórnarmenn séu til í að vera með í skemmtun sem þessari 1 kvöld, annað væri nú sérstakt.
Annars fannst mér þetta svo áhugavert allt og starfssemi ITC spennandi að ég vonast til að þetta hafi gott auglýsingagildi fyrir þær og efli starfssemi þeirra hér í sýslunni.
Ingvar P. Guðbjörnsson, sveitarstjórnarmaður í Rangárþingi ytra
Ingvar P. Guðbjörnsson (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 15:57
Sanarlega er margt hægt að blogga um, þar á meðal svona umfjöllun um eitthvað sem er manni kært.
Ólafur Þór Ólason, 16.11.2007 kl. 16:25
Ég var á þessari frábæru skemmtun, sem sérstakur stuðningsmaður sigurliðs ITC Stjörnu.
Ég vil þakka sveitarstjórnarmönnum sérstaklega fyrir að gefa sér tíma frá sínu daglega strögli til að bregða á leik með þessum frábæra félagsskap sem ITC er (eða Powertalk International eins og það er kallað í dag heimasíða: simnet.is/itc). Vonandi skemmtu þeir sér jafn vel og ITC liðið.
Framtakið er liður í að kynna starfið sem þarna fer fram, sem er m.a. þjálfun í ræðumennsku og almennri framkomu og öðrum samskiptum við fólk.
Að þetta setji Bloggheiminn á hliðina finnst mér hreint dásamlegt! Kannski þurfum við að gera meira af þessu - til að fá blóðið á hreyfingu hjá þjóðarsálartetrinu.
Sigrún Guðmundsdóttir
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 19:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.